Alt Full Image

Verkefni til sjávar og sveita.

Nú um þessar mundir eru í gangi hjá okkur verkefni af öllum toga, allt frá stórum fjölbýlishúsum niður í agnarsmá þjónustuverkefni. Framkvæmdir við nokkur sumarhús ganga vel og í undirbúningi eru tvær raðhúsalengjur ásamt nokkrum einbýlishúsum. Við sinnum öllu þessu ásamt því að gera okkar besta til þess að skerða ekki daglega þjónustu við einstaklinga út í bæ enda lítum við á það sem hornstein fyrirtækisins.  Svo er gaman að segja frá því að í undirbúningi er stærsta einstaka framkvæmd sem við höfum tekist á við. 

Unnið er hörðum höndum að hinum ýmsu verkefnum eins og við Dalbraut 6 fyrir Leigufélag Aldraðra og að Asparskógum 18 fyrir Ferrum Fasteignir svo dæmi séu nefnd.