Alt Full Image

Nýjir starfsmenn.

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að það voru að bætast í starfsmannahópinn okkar tveir pípulagningameistarar. 

Við lítum á það sem ótvíræðan kost að geta teflt fram starfsmönnum sem eru fullmenntaðir í faginu. Með þessu er óhætt að segja að fyrirtækið sé ansi vel mannað enda megnið af pípulagningamönnunum okkar búnir að annað hvort taka sveinspróf eða klára meistaraskólann. Það er mikill styrktur fyrir okkur að hafa slíka starfsmenn enda eru ófá málin sem þarf að leysa þegar hús eru byggð hversu stór eða smá þau eru.